Kári borgar líka

Punktar

Það er ekki bara Egill Helgason og hans kynslóð, sem borgar frjálshyggjuna. Kári borgar líka. Ég nota nöfnin tvö, sem Egill hefur gert að almannaeign. Samningar brennuvarga við útlönd fela í sér, að allur vöxtur í landinu næstu áratugi er ónýtur. Fer í að borga skuldir Bjöggabankans við útlönd. Velferð okkar og barna okkar hefur verið sett að veði að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Gordon Brown. Frjálshyggja Hannesar Hólmsteins hefur ríkt hér á firnalöngu valdaskeiði Davíðs og Geirs brennuvarga. Hún hafnaði regluverki og eftirlits-“iðnaði”. Fór með þjóðina lóðbeint til andskotans.