Það er ekki bara Egill Helgason og hans kynslóð, sem borgar frjálshyggjuna. Kári borgar líka. Ég nota nöfnin tvö, sem Egill hefur gert að almannaeign. Samningar brennuvarga við útlönd fela í sér, að allur vöxtur í landinu næstu áratugi er ónýtur. Fer í að borga skuldir Bjöggabankans við útlönd. Velferð okkar og barna okkar hefur verið sett að veði að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Gordon Brown. Frjálshyggja Hannesar Hólmsteins hefur ríkt hér á firnalöngu valdaskeiði Davíðs og Geirs brennuvarga. Hún hafnaði regluverki og eftirlits-“iðnaði”. Fór með þjóðina lóðbeint til andskotans.