Kannski sitja þau hjá

Punktar

Steingrímur Sigfússon segist hafa fullt umboð þingflokksins til að semja við Bretland og Holland um IceSave. Það hefur hann ekki, því að nokkrir þingmenn flokksins segja, að niðurstaðan verði skoðuð. Síðan verði ákveðið, hvort hún verði studd. Samkvæmt því áskilja Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Atli Gíslason sér rétt til að vera andvíg niðurstöðunni. Ögmundur Jónasson er væntanlega sama sinnis, úr því að hann sagði af sér. Varla staðfestir hann niðurstöðu, sem hann er andvígur. Um Lilju Mósesdóttur þarf ekki að ræða. Því laug Steingrímur, er hann sagðist hafa fullt umboð. Kannski hjáseta?