Það er ekki hlutverk lífeyrissjóðanna að bjarga atvinnulífinu. Samt detta ráðamönnum jafnan lífeyrissjóðir í hug, þegar vantar aðila til að fjármagna meint þjóðþrif. Hlutverk lífeyrissjóðanna er að varðveita lífeyri. Þeir gerðu það ekki nógu vel undanfarin ár, fjárfestu í innlendu fjármálabraski. Þeir eiga að hafa lært af biturri reynslu. Lífeyrissjóðir eiga að draga úr áhættu með því að festa fé sitt í útlöndum. Þeir eiga að vinna á móti sveiflum, dreifa áhættunni í öruggari staði. Bitur reynsla lífeyrissjóða herðir þá vonandi gegn kröfum um aukna aðild að innlendri uppbyggingu.