Kalifornía komin hringinn?

Punktar

Í Kaliforníu eru menn farnir að hanna og reisa stórmarkaði, sem eru eins konar eftirlíkingar evrópskra bæja, með óreglulegum húsum, skökkum götum, torgum til að tefla skák, miklum fjölda kaffihúsa og veitingastaða, tívolíum og gosbrunnum. Fólk býr í turnum yfir þessum stórmörkuðum og bílageymslurnar eru faldar í kjallaranum. Vicky Elliott skrifar í International Herald Tribune í dag um þessa nýjung og spyr, hvort Kaliforníumenn séu komnir hringinn, búnir að hafna grillveizlunum í bakgarðinum sínum og séu orðnir reiðubúnir að faðma forna bæjarlífið að sér að nýju.