Kaldhæðni faglegu örlaganna

Punktar

Kærunefnd jafnréttismála bendir á skrítna þætti í svokölluðu faglegu mati í vali embættismanns í forsætisráðuneytinu. Samkvæmt kærunefnd stóð sá, sem hlaut efsta sætið í matinu, að baki þeirri, sem hlaut fimmta sætið. Það er áfall fyrir faglega kerfið, sem átti að leysa geðþótta ráðherra af hólmi. Jóhanna Sigurðardóttir fór eftir faglega matinu og stendur því í skotlínu. Í aftökusveitinni fara fremst þær, sem aldrei stunduðu faglegt mat í sinni ráðherratíð. En Jóhanna ber ábyrgð á svokölluðum fagmönnum, þótt þeir séu utan ráðuneytisins. Hafnaði Samfylkingarkonu og fær á baukinn. Kaldhæðni faglegu örlaganna.