Kaffidraumur minn

Punktar

Ég hef séð úr fjarlægð, að mikið er af kaffihúsum í Reykjavík, vafalaust flest með fínustu tegundir ítalskra kaffivéla. Einhvern tíma kemur að þeim degi, að ég þori að líta þar inn fyrir dyr. Það verður, þegar Ísland fetar í fótspor New York, Kaliforníu, Írlands og Noregs með því að banna reykingar á veitingahúsum. Samkvæmt skoðanakönnunum styttist í það, því að mikill meirihluti Íslendinga vill banna reykingar á veitingahúsum. Völdin taka þeir, sem ekki reykja og ekki sætta sig við óbeinar reykingar, enda bendir erlend reynsla til, að veitingahús græði á reykleysi.