Jyllandsposten fallerast

Punktar

Jyllandsposten er einn fjölmiðlanna, sem lét fallerast af Baldvini Jónssyni. Þar skrifar Eva Plesner mergjaða grein um Ísland og hina frábæru kokka þess. Þar er Siggi Hall kallaður stjörnukokkur, þótt ég viti ekki til, að hann hafi fengið neina stjörnu, að minnsta kosti ekki hjá Michelin. Staðreyndin að baki upphrópana Evu er, að flest veitingahús í Reykjavík eru léleg og fæstir kokkar kunna nokkuð með fisk að fara. Eva telur greinilega, að keppniskokkarnir séu heimsfrægir, hefur ekki nennt að afla sér meiri upplýsinga, t.d. með því að fletta upp nöfnum þeirra á vefnum.