Jón Gnarr er bara bíómynd

Punktar

Jón Gnarr leikur núna borgarstjóra í kvikmynd, sem gerð verður um feril hans sem borgarstjóri. Stefnir að þægilegu ævistarfi við fyrirlestra og minningar um borgarstjóratímann. Hann er persóna í eigin bíómynd. Þjóðin er afburða heimsk, en enginn er eins heimskur og Gnarr þykist vera. Sumir verjendur hans segja hann engu lakari en fyrri borgarstjórar. Kann að vera rétt. Að þykjast vita ekkert er skárra en að þykjast vita allt. Gnarr er dulið háð um þjóðina og einkum um pólitíkusana. En það gerir hann samt ekki að nothæfum borgarstjóra. Enn síður að hluta af nýju Íslandi. Hann er bara bíómynd.