Jón Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttir eru ein og sama persónan. Mig skiptir engu, hvort þeirra verður formaður Framsóknar. Ég veit af viðtölum í fjölmiðlum, að Jón verður verri en Halldór, sem var botn stjórnmálanna. Um Siv veit ég, að hún laug, að Kárahnjúkavirkjun kaffærði mela eina. Ég hef sannreynt, að landið, sem sekkur í Hálslón, er að mestu gróið og býr yfir einstæðum náttúruminjum. Þær voru þess valdandi, að ríkisstjórnin þurfti að affriða Kringilsárrana til að koma orkuverinu á koppinn. Jón og Siv henta bæði hálfdauðum flokki, sem þarf sem fyrst að deyja alveg.