Jón Ásgeir sætti pyntingum

Punktar

Jón Ásgeir Jóhannesson á bágt. Hefur sætt andlegum pyntingum, að sögn Bubba Morthens, almannatengils hans. Felast í málaferlum gegn honum í New York. Hann vill, að slitastjórn Glitnis segi af sér vegna tuddalegra hótana. Þetta er orðið aðalþema hjá bossum bófaflokkanna, sem settu Ísland á hausinn: Ég á bágt. Hinir lægra settu segja: Ég var hafður að fífli. Það sögðu Steingrímur Wernersson og Björn Leifsson. Samt tel ég, að ýmsir þeir, sem lentu í hruni af völdum Jóns Ásgeirs, eigi meira bágt en hann. Bossar bankabófaflokka hafa fyrir löngu gengið algerlega fram af þjóðinni. Í ævilangt fangelsi með þá.