Nýjar rannsóknir með gervitunglum sýna, að meginísinn á Grænlandi bráðnar tvöfalt hraðar en áður var talið. Voðinn af völdum útblásturs koltvísýrings er því nærtækari en áður var talið. Yfirborð sjávar mun rísa hraðar en áður var talið. Búast má við, að ofviðri versni og sjór gangi meira á land en áður var talið. Enda eru ýmis merki um það í veðri síðasta árs, að ofviðri valdi meira tjóni en áður, til dæmis í New Orleans. Ríkisstjórnir heimsins þurfa að taka betur á sameiginlegum umhverfisvanda og fá Bandaríkin til samstarfs um aðgerðir.