Jóhanna sleikir vistmenn

Punktar

Jóhanna Sigurðardóttir lofar vistmenn Seðlabankans í nýju bréfi, þá Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson. Gaurana, sem áttu að stjórna bankanum með Davíð Oddssyni. En komu ekki upp orði til að andmæla ruglaðri siglingu Davíðs. Eru bara vistmenn, sem taka við feitu launaumslagi mánaðarlega. Brýnt var að vega að starfsheiðri þeirra, sem er enginn. Raunar var ekkert beinlínis við störf þeirra að athuga, því að þau voru engin. Þeir voru bara niðursetningar hjá Davíð. Gylfi Magnússon ráðherra segir Seðlabankann trausti rúinn og næstum óstarfhæfan. Óþarft var að sleikja vistmennina upp.