Við höfum fengið að vita, hverjir njóta trausts í pólitíkinni. Það eru ekki margir, ekki Geir Haarde og ekki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og ekki Ólafur Ragnar Grímsson. Alls ekki Davíð Oddsson, sem er almennt fyrirlitinn. Öllum þessum er vantreyst. Trausts nýtur einkum heilög Jóhanna Sigurðardóttir. Í öðru lagi ópólitísku ráðherrarnir Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir. Í þriðja lagi pólitísku ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Ekki fleiri, samkvæmt skoðanakönnun. Kemur ekki á óvart og segir okkur, hvers konar pólitíkusa fólk vill fá. Mest læri Samfylkingin af þessu.