Bankastjóri Landsbankans, Elín Sigfúsdóttir, játar, að Baugsmaðurinn Tryggvi Jónsson hafi innan bankans skipt sér af sölu fyrirtækja til Baugs. Þessi játning kemur löngu eftir lygi Tryggva um engin afskipti. Eftir dúk og disk játar svo bankinn. En Elín Sigfúsdóttir segir ekki af sér og ekki heldur yfirmaðurinn, sem vissi um afskipti Tryggva. Siðferðið er í megnasta ólagi hjá þessu fólki. Þetta segir okkur, að enn þann dag í dag er verið að stela peningum í bönkunum. Undir stjórn nýrra bankaráða, bankastjóra og annarra stjórnenda. Ef landið verður hundahreinsað, þarf allt þetta fólk að víkja.