Ritstjórar Fréttablaðsins halda blaðinu aðskildu frá hagsmunum Jóns Ásgeirs og annarra eigenda. Þeir gæta þess, að blaðamenn séu ekki hallir undir hagsmuni eigenda. Fréttin um einkaþotu og skemmtisnekkju Jóns Ásgeirs var dæmi um þetta. Hún höndlaðist þó svo tæpt, að umræðuefnið gat gefið út yfirlýsingu um rangfærslur Fréttablaðsins. Og daginn þar á eftir sá blaðið enn ástæðu til að afsaka sig. Þetta er skemmtilegt vandræðamál, sem alltaf getur komið upp, þegar grúppa á fjölmiðil. Fólk veit ekki, hverju það á að trúa, traustið bilar. Þótt menn gæti sín vandlega á jarðsprengjusvæðinu.