Þegar ég var fermdur, skýrði séra Jón Þorsteinsson fyrir okkur, að ekki bæri að taka biblíuna bókstaflega. Þar sem skráð væri, að guð hafi skapað heiminn á sjö dögum, væri átt við jarðsögulegar aldir, en ekki daga. Hann sagði, að þannig hugsað væri ekki ósamræmi milli sköpunartilgátunnar í Biblíunni og þróunarkenningarinnar, sem er hornsteinn lífríkisvísinda nútímans. Mér fannst Jón afgreiða þetta deilumál snyrtilega fyrir meira en hálfri öld. Líklega eru börn þó ekki fermd upp á býti Jóns á þessum síðustu og verstu árum vestan hafs.