Keyrði fjögur kvöld til að afla meðmælenda að framboði til stjórnlagaþings. Tók hverfin skipulega. Kostaði 2000 krónur í benzíni. Fór til ljósmyndara, 5000 krónur. Enginn símakostnaður, nota netið. Lifi í pappírslausu umhverfi, fékk meðmælin því ljósrituð á afskrifuðum prentara, kostaði ekkert. Labbaði með plöggin um miðbæinn í leit að landskjörstjórn. Þurfti því ekki að kaupa frímerki. Eyddi þannig í upphafi 7000 krónum, of miklu. Ekki verða meiri útgjöld, nema af benzíni til að komast á fundi. Geri ekki ráð fyrir síma- eða auglýsingakostnaði. Kosningaloforðið er að eyða ekki krónu í framboðið.