Steingrímur J. Sigfússon er ekki næmur, þótt hann sé duglegur og telji sig vera kláran. Skipaði pólitískan guðföður sinn yfir IceSave samninganefndina. Dómgreind hefði þó átt að segja honum, að þetta væri of viðkvæmt starf fyrir flokksbróður. Nú hefur Steingrímur skipað einn hrunverja sem nefndarformann til að setja ramma um bankana. Dæmigerð hugsun frá gamla Íslandi. Hann valdi “reyndan” mann, sem fyrir hrunið sagði: “Finances of the Icelandic banks are basically sound.” Steingrímur er gamla Ísland og fattar ekki nýja Ísland. Þjáist af félagslegu heyrnarleysi og sýnir því ítrekaðan dómgreindarbrest.
