Ísraelssinnaður landstjóri

Punktar

Verðandi landstjóri Bandaríkjanna í Írak, Jay Garner, er gamall hershöfðingi og núverandi stjórnarformaður Coleman vopnaframleiðslunnar, sem framleiðir Patriot eldflaugarnar frægu, er hittu engin skotmörk í fyrra Persaflóastríðinu. Garner er þekktur Ísraelssinni, sem hefur opinberlega kennt Palestínumönnum um ógnaröldina fyrir botni Miðjarðarhafs og opinberlega hrósað hófsemi Ísraelshers í hernámi Palestínu. Frá þessu segja Paul Holmes hjá Reuters og Paul Valleby hjá Independent.