Ísrael er með stuðningi Bandaríkjanna að reyna að komast inn í Atlantshafsbandalagið, þótt slíkt mundi sennilega verða hinu gamla og þreytta bandalagi að aldurtila. Evrópa getur ekki sætt sig við, að ríki þjóðarmorðs og stríðsglæpa verði aðili að hernaðarbandalagi Vesturveldanna, eins og þau voru kölluð fyrr á árum. Það er út í hött, að Evrópa fari að taka hernaðarlega ábyrgð á þessu ofbeldishneigða ríki. Tilraunir Ísraels eru óbeint studdar af framkvæmdastjóra Nató, Jaap de Hoop Scheffer, sem hefur núna fyrstur slíkra farið í opinbera heimsókn til Ísraels. Sjáið grein í IHT.