Að undirlagi Bandaríkjanna hafa áttveldin á fundi sínum í Pétursborg ákveðið að kenna samtökunum Hamas og Hezbolla um ófrið Ísraels á hendur nágrannaríkjunum. Þannig kemst Ísrael upp með allt. Það komst t.d. upp með að fá sér kjarnorkuvopn, þótt allt verði vitlaust, þegar Íran reynir hið sama. Sérstaklega er merkilegt, hvernig tilraun Bandaríkjanna til að koma á lýðræði í Palestínu leiddi til kosningasigurs Hamas, sem Bandaríkin hamast nú við að gera að engu. Það er ábyrgðarhluti að teljast til vestrænna ríkja og bera ábyrgð á þeim hörmungum, sem þau valda víða um heim.