Af samanburði íslenzkra stælinga við erlendar frummyndir má slá því föstu, að íslenzkir ostar séu oft lélegir. Margir íslenzkir ostar eru breytilegir frá lögun til lögunar eða milli ostabúa. Sem dæmi má nefna venjulegan brauðost, sem stundum er með stórum götum, stundum litlum götum, stundum með sprungum og stundum heill, stundum harður og stundum mjúkur. Ef ostarnir væru merktir ostabúum, mundum við komast að raun um, hvaða bú eru skást. Þá þekkingu vill Osta- og smjörsalan einmitt hindra með því að merkja ostana ekki hverju búi fyrir sig. Þetta er íslenzk einokun árið 2005.