Íslenzkir þjóðrembingar

Punktar

Þjóðrembingum er illa við útlendinga. Telja þá flytja hingað sjúkdóma og glæpi. Sérstaklega er þjóðrembingum illa við múslima, telja þá munu fremja hryðjuverk. Evrópusambandið er stofnun, sem þjóðrembingum er líka mjög illa við. Telja það valta yfir þjóðríkin með lögum og reglugerðum og annarri afskiptasemi. Íslenzkir þjóðrembingar telja allt bezt, sem íslenzkt er. Hvort sem það er stjórnsýsla landbúnaðar-ráðuneytisins eða díoxín-menguð búvara. Mestu þjóðrembingarnir vefja um sig fánanum, er þeir hafa vondan málstað að verja. Fari þeir að kyrja þjóðsönginn, skaltu halda í veskið.