Óðagotið við Landeyjahöfn er dæmigert. Í anda spakmælis Landsvirkjunar: “Við ætluðum hvort sem er þarna í gegn”. Það sögðu yfirmenn hennar, þegar kvartað var yfir, að jarðgöng voru staðsett, þar sem jarðlög voru veik. Í óðagotinu fannst þeim ekkert mál að fórna milljörðum. Þannig var Hitaveita Suðurnesja, keypti túrbínu án þess að eiga borholu. Þannig er einnig byggð álbræðsla í Keflavík, þótt engin sé orkan. Þannig heimta Húsvíkingar álbræðslu, þótt orku vanti nánast alveg. Þegar pólitískir og tæknilegir aumingjar taka saman höndum í óðagoti, verður niðurstaðan dæmigert íslenzk. Fúsk upp á milljarða.