Íslenzka Kremlarlógían

Punktar

Kremlarlógía heitir fagið, sem túlkaði lokaða pólitík Sovétríkjanna út frá hegðun valdamanna. Við beitum líka Kremlarlógíu til að túlka atferli lokaðra ráðamanna á Íslandi. Hvers vegna lætur Jóhanna Sigurðardóttir forsætis ekki sjá sig? Þótt hún hafi í upphafi lofað vikulegum blaðamannafundum. Auðvitað af því að allt er í steik hjá henni. Hvers vegna neitar Össur Skarphéðinsson að ræða við fjölmiðla, þótt athyglissjúkur sé? Auðvitað af því að allt er í steik hjá honum. Við getum metið gang viðkvæmra mála í lokaðri ríkisstjórn og lokuðum ráðuneytum. Við metum bara, hversu aðgengilegir ráðherrarnir eru.