Ísland og Brooklyn

Punktar

Í grein sinni í New York Times ber Paul Krugman saman Ísland og Brooklyn, svipaðar stærðir í mannfjölda. Hugleiðir, hvernig væri, ef Brooklyn ætti sérstaka mynt og utanríkisviðskipti við aðra hluta New York. Auðvitað er slíkt óhugsandi, Brooklyn er bara hluti af stóru dollarasvæði Bandaríkjanna. Ísland er hins vegar úti í Atlantshafinu. Samt er Ísland ekki einangrað í hafinu. Með gífurlegri utanríkisverzlun er hér haldið uppi nútímaþjóðfélagi. Við erum háð umheiminum eins og Brooklyn. Krónan gerði vanda okkar stærri en annarra. En hún veitir kerfinu svigrúm út úr vandanum á kostnað almennings.