Ísland í efsta sæti

Punktar

Skýrsla alþjóðlega læknatímaritsins LANCET um lífsgæði og heilsu fjallar um margt fleira en heilsuþjónustu líðandi stundar. Ísland er í efsta sæti, ekki vegna lengri biðlista, aukinnar aðildar sjúklinga að kostnaði, skorts á lyfjum og tækjum og einkavæðingarsýki valdhafa. Ísland er í efsta sæti vegna annarra þátta. Svo sem langlífis, mataræðis, lítilla reykinga, minna ölæðis, færri slysa, minni offitu, ungbarnaverndar, minni mæðradauða. Jákvæðu atriðin stafa af opinberum aðgerðum fyrri áratuga, ekki af niðurrifi ríkisstjórnar síðustu þriggja ára. Eftir kosningar þarf að hindra, að Ísland hrapi niður stigann.