Ísland er á uppleið

Punktar

The Independent leggur sitt lóð á sömu vogarskál og Paul Krugman. Telur stjórnvöldum hafa gengið vel við að draga Ísland upp úr hruninu. Blaðið bendir því til sönnunar á 2,5% hagvöxt ársins 2011, jafnvægi í fjárlögum ríkisins, minnkað atvinnuleysi og stórlækkað skuldatryggingaálag. Blaðið telur fjögur atriði hafa skipt mestu máli við endurreisnina: 1. Aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og vinveittra Evrópuríkja. 2. Ríkið hindraði ekki gjaldþrot viðskiptabanka. 3. Gengisfall krónunnar skutlaði vandanum hratt og jafnt yfir á herðar almennings. 4. Gjaldeyrishöft komu krónunni í skjól.