Isavia slefar af græðgi

Punktar

Isavia er dæmi um einkavædda ríkiseinokun. Hefur breytt Leifsstöð úr landkynningu í alþjóðlegt skrímsli. Þú veizt ekki, hvar þú ert í heiminum, þegar þú lendir þar. Jafnvel kaffið er alþjóðleg gervivara. Einkaeinokunin skattar viðkomur rútubíla við stöðina. Það er fimmfalt dýrara að stanza þar heldur en við Heathrow í London. Stanzið er raunar ókeypis víðast á Norðurlöndum, þar sem flugstöðvum hefur ekki verið breytt í einkaskrímsli. Gray Line kærði Isavia til Samkeppniseftirlitsins fyrir græðgina, en eftirlitið þar er, eins og annað eftirlit með einkavinavæðingu, í skötulíki. Ríkisvæða þarf Isavia, svo að þjónusta verði græðginni yfirsterkari.