Neyðarlög Geirs Haarde 2008 hindruðu, að allt gjaldþrot bankanna lenti beint á þjóðinni. Að því leyti erum við betur sett en Írar. Hins vegar höfðum við krónu, sem hrundi. Það höfðu Írar ekki. Hér tvöfaldaðist gjaldeyrir í verði, laun lækkuðu og fasteignir urðu óseljanlegar. Við tókum því vandann á okkur með öðrum hætti en Írar. Þeir taka hrunið beint á sig, en við tökum það líka á okkur með snarhækkuðum lánum. Gengishrun er annað nafn á launalækkun. Við leystum okkar mál með almennri og risavaxinni launalækkun, en Írar gera það ekki. Þess vegna lagast okkar kreppa fyrr. En auðvitað á kostnað almennings.