Írar hampa gelísku

Punktar

Enska hefur verið aflögð í löggiltum örnefnum á stórum hluta Írlands, vesturhéruðum svæðanna Cork, Donegal, Galway, Kerry og Mayo. Hingað til hafa örnefnin verið til á ensku og gelísku. Hér eftir verða þau eingöngu til á gelísku, til dæmis á landakortum hins opinbera. Breytingin tók gildi annan páskadag. Um leið var fyrirskipað, að annars staðar í landinu sé gelíska notuð til jafns við ensku. Gelíska var þjóðmál Írlands fram á 19. öld, en vék þá fyrir ensku í kjölfar hernaðar og ofbeldis brezka ríkisins. 40% Íra segjast vera mæltir á gelísku, en margir þó tormæltir.