Irar flýja heim

Punktar

Krárnar eru hálfar og auðum íbúðum fjölgar í fjölbýlishúsum Íra í New York. Í meirihluta írskra stórfjölskyldna þar í borg er einhver farinn heim til Írlands eða að undirbúa brottflutning. Bandaríkin eru ekki lengur fyrirheitna landið í augum soltinna Íra. Þeir sjá nú betra líf í gamla landinu. … Írland varð efst á blaði í nýrri könnun um, hvar sé bezt að lifa í heiminum. Áður hafði Frakkland notið þessa heiðurs í annarri könnun. Kanada og Nýja-Sjáland eru á uppleið, enda líta þangað hýru auga margir þeir Bandaríkjamenn, sem telja, að stjórn Bush sé að fara með Bandaríkin til andskotans. …