Innrásin hefur stöðvazt

Punktar

Innrásarher Bandaríkjanna og Bretlands hefur enn ekki náð neinni merkilegri borg í Írak, þrátt fyrir tólf daga stríð. Bretar sitja enn um Basra og Bandaríkjamenn sitja enn um Bagdað. Rick Atkinson og Thomas E. Ricks segja í Washington Post, að herstjórnin telji sig þurfa að skipuleggja stríðið upp á nýtt og að líkur bendi til, að það muni standa fram á sumar með tilheyrandi hörmungum fyrir íbúa landsins. Þeir telja, að skúrkar um allan heim notfæri sér þráhyggju Bandaríkjastjórnar og séu að færa sig upp á skaftið, fremstir þar í flokki ráðamenn Norður-Kóreu.