Daglega kaupi ég nýjan fisk í Hafbergi og gróft brauð í Bernhöft, hvorugt með iðnaðarsalti. Í hefðbundnum verzlunum kaupi ég ferskt grænmeti, ferska ávexti og hreint kjöt. Helzt engan mat í glösum eða dósum eða pökkum. Vel lífrænt ræktað, ef það fæst. Mun örugglega ekki kaupa erfðabreytt. Hef illan bifur á verksmiðjuiðnaði. Enda sýnir reynslan af iðnaðarsaltinu, að þar eru bjánar og bófar að verki. Því kaupi ég sjaldan skinku og þá eingöngu ítalska gæðaskinku. Og sjaldan ost, nema þá franskan eða ítalskan gæðaost. Íslenzkri framleiðslu treysti ég alls ekki, því hún er jafn siðlaus og þjóðin sjálf.