Þegar grunur rís um innherjasvik, verður að rannsaka málið strax og gefa málsaðila frí frá vinnu á meðan. Eitt slíkt mál snýr að ráðuneytisstjóranum Baldri Guðlaugssyni. Hann seldi bankabréf sín tveimur vikum fyrir hrunið. Hafði aðgang að upplýsingum, sem aðrir höfðu ekki. Þá eru Jakob Valgeir Flosason og Magnús Ármann sagðir hafa keypt milljarðavirði af hlutabréfum daginn fyrir hrun þeirra. Þetta eru rökstuddar fullyrðingar. Þeir eru grunaðir um að hafa tekið að sér að losa aðra undan þessum hlutabréfum. Þetta þarf að rannsaka strax og gefa viðkomandi bankamönnum frí á meðan.