Innantómir frambjóðendur

Punktar

Frambjóðendur til formennsku í Sjálfstæðisflokknum hafa alls engar skoðanir á neinu, sem skiptir Íslendinga máli. Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir neita að svara spurningum Fréttablaðsins. Hafa enga skoðun á stöðu og framtíð krónunnar. Enga afstöðu til landakaupa útlendinga. Ekki einu sinni skoðun á Vaðlaheiðargöngum. Svo langt gengur skoðanaleysið, að þau hafa bara alls enga skoðun á kvótakerfinu. Ekki hafa þau hugmynd um, hversu mikið má skera niður á sjúkrahúsunum. Og ekkert vita þau um skuldir heimilanna. Leitun er að fólki hér á landi, sem er jafn laust við skoðanir.