Inga Sæland marklaus

Punktar

Ekkert er að marka Ingu Sæland, forvígiskonu Flokks fólksins. Þykist geta lagað lífskjör aldraðra. Án þess að snerta á rangri skiptingu milli 1% auðmanna og auðfélaga og 10% fátæklinga. Þannig séð er hún mjög hægri sinnuð og á bezt heima í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Í staðinn þykist hún geta afnumið kostnað við útlent flóttafólk. Rétt eins og það segi eitthvað upp í þarfir aldraðra. Hún birtir í því skyni veruleikafirrtar tölur, er hún skáldar upp. Hún er fyrirbæri, sem stundum rís í Framsókn, til dæmis í síðustu borgarstjórnarkosningum og í frama Sigmundar Davíðs. Þetta er siðlaust lýðskrum án sambands við veruleikann.