Að bæta ímyndina er það fyrsta, sem fólki og forstjórum dettur í hug, þegar illa gengur. Allir vilja bæta ímynd sína, allt frá Landsvirkjun til Litháa. Ég sé daglega einhver merki um slíkt í fjölmiðlum. Hins vegar sé ég aldrei minnzt á, að fólki og forstjórum detti í hug að bæta innihaldið. Ímyndin er allt og innihaldið er ekkert. Landsvirkjun er gott dæmi um þetta. Rekur harðan áróður fyrir ímynd sinni sem umhverfisvænnar stofnunar, en gerir ekkert til að bæta innihaldið. Svo virðist sem spunakörlum samfélagsins og ráðgjöfum vandræðafyrirtækja detti aldrei í hug, að innihaldið sé vandinn.
