Útlendingastofnun ákvað að reka Mark Cumara úr landi. Hann hefur verið hér í fimm ár hjá móður sinni og uppeldisföður. Er í fastri vinnu og vel látinn af öllum. Illkvendin vilja koma honum til Filippseyja. Engu máli skiptir, þótt forstjóraskipti hafi orðið í þessari mjög svo fjölmennu og illskeyttu ríkisstofnun. Þar sem nánast eingöngu konur eru í vinnu. Fólskan í umgengni við fólk, sem fætt er í útlöndum, er ekki bundin við einstaka forstjóra. Líklega er allt andrúmsloft Útlendingastofnunar ættað frá Birni Bjarnasyni stríðsráðherra. Þetta er krumpuð stofnun, sem þarf sem fyrst að spúla út.
