Illt skipulag

Hestar

Langt er síðan lagt var fram arfavitlaus tillaga að breyttu deiliskipulagi Heiðmerkur. Sumpart voru þar lögbrot, þar sem strikað var yfir reiðleiðir með áratuga hefð. Sumpart var þar hreint hatur á hestamennsku, þar sem reynt var að gera hestaumferð sem erfiðasta. Þarna voru fingraför Bezta flokksins, sem viðurkennir ekki aðra hesta en hjólhesta. Þrátt fyrir ótal mótmæli var málið lagt fram að nýju í óbreyttri mynd. Eins og hjá Vatnajökulsþjóðgarði, sem aflagði elzta reiðveg landsins, Bárðargötu. Anzaði ekki einu sinni gagnrýni, þagði bara um málið. Til hvers er verið að opna skipulagsferli?