Illa séðir

Punktar

Kanzlari Þýzkalands styður 100 spurninga prófið, sem Hessen leggur fyrir þá, sem vilja verða ríkisborgarar. Þetta próf er almennt talið vera til þess fallið að sigta út múslima, af því að þeir falla ekki að vestrænum siðum og skoðunum, eru ekki taldir verða hæfir borgarar á Vesturlöndum. Stuðningur við prófið hefur magnazt við ömurleg viðbrögð margra múslima við teiknimyndum af Múhameð spámanni. Andstaða við múslima hefur líka aukizt í Hollandi og Danmörku, þar sem auknar hafa verið hömlur á innflutningi þeirra. Almenningur í þessum löndum vill ekki fleiri múslima.