Íhaldssaga
Íslenzka hefur lítið breytzt frá upphafi. Engin þáttaskil hafa orðið í tungumálinu eins og urðu annars staðar á Norðurlöndum. Í Bretlandi urðu málskil milli 15. og 17. aldar. Nútímafólk getur ekki lesið Geoffrey Chaucer á frummálinu, en Shakespare er talinn til fyrirmyndar í nútímamáli. Svipuð skil urðu á Norðurlöndum í mannanöfnum á 16. öld, þegar föðurnöfn viku fyrir ættarnöfnum. Slík nafnskil urðu aldrei hér á landi. Breytingar gerast yfirleitt hægt á löngum tíma. Af og til verða síðan byltingar, þegar breytingar gerast hratt. Íslendingar eiga að þessu leyti íhaldssama sögu.
