Íhaldskóngurinn kemur

Punktar

Fararstjóri hins íhaldssama meirihluta hæstaréttar Bandaríkjanna verður í heimsókn hér á laugardaginn. Antonin Gregory Scalia flytur erindi í Háskóla Íslands. Fer fyrir þeim meirihluta, sem túlkar ekki stjórnarskrána út frá aðstæðum hvers tíma. Svo sem kvenréttindum og afnámi dauðarefsingar. Er eins konar Jón Steinar Gunnlaugsson dómsins, hæðir meðdómarana með fullu nafni. Leggur áherzlu á einkalífið og á í sífelldri styrjöld við sjónvarp. Neitar að víkja sæti vegna tengsla. Róttækni Scalia hindrar hægri vænginn í að ná eins sterkum tökum á dómvenju og ætla mætti af fjölda hægri dómara.