Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður er einn þeirra, sem hafnar mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar á íslenzkri skattheimtu. Telur hagsmunaaðilann Samtök atvinnulífsins vita betur en óháð fjölþjóðastofnun. Tryggvi Þór má trúa, að Ísland sé nýtt alþýðulýðveldi. Hitt er alvarlegra, að hann skuli yfirleitt rífa kjaft. Hann er hrunverji, pilsfaldakapítalisti. Setti bankann sinn á hausinn og veitti Geir H. Haarde efnahagsráð. Þá var hann í senn á launum hjá ríki og banka. Pilsfaldakapítalistinn á ekki að kalla Ísland alþýðulýðveldi. Á frekar að lemja sig daglega með svipu sér til sáluhjálpar.