IceSave versnaði gasalega í gær. Þá kom á daginn, að við náum ekki greiðslum vaxta til baka. Þar eru 300 milljarðar, sem við skuldum örugglega eftir sjö ár, þótt eignir innheimtist. Til viðbótar kemur svo 200 milljarða mínus í eignum. Við héldum, að við þyrftum bara að borga seinni upphæðina. Fyrri upphæðin kom ekki í ljós fyrr en í gær. Þannig fáum við að vita sannleikann í skömmtum. Ríkisstjórnin vonaði, að þingmenn mundu samþykkja samninginn um IceSave á grundvelli ónógra upplýsinga. Því meira sem smám saman fréttist af hryllingi samningsins, þeim mun ótrúlegra er, að hann verði samþykktur.