Samkvæmt nýjustu tölum skilanefndar Landsbankans saxast verulega á IceSave. Eignir eru meiri en áður var talið. Óvissuþáttum hefur fækkað og þeir hafa þrengzt. Nú er upphæðin komin úr 47 milljörðum niður í 32 milljarða. Hún er kominn niður í þriðjung af því, sem fjármálaráðherra grýtir í sparisjóði og tryggingafélög. Þar á ofan hafa ríkisstjórn og Seðlabankinn verulega stjórn á gengi krónunnar og þar með á upphæð eftirstöðva. Vextirnir eru orðnir að alþjóðlegu fyrirbæri, brotabrot af því, sem áður var ætlað. Einboðið er að slá botn í harmleik hálfvitanna, semja frið við umheiminn, gera upp IceSave.