Nokkuð ljóst er orðið, að eignir IceSave erlendis ná ekki upp í skuldir, að minnsta kosti ekki í Bretlandi. Þær eignir, sem seldar hafa verið, hafa farið á brunaútsöluverði, 5-20% af áður áætluðu verði. Með sama áframhaldi standa eftir skuldir upp á hundruð milljarða, sem Ísland þarf að greiða. Það er að segja þú, börnin þín og barnabörnin. Ábyrgir eru þeir Halldór J. Kristjánsson gæfusmiður og Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri, Björgólfur Guðmundsson bankaráðsformaður og Björgólfur Thor Björgólfsson, stærsti eigandinn. Þessir fjórir veðsettu alla Íslendinga fyrir fjárglæfrum sínum.