Íbúðalánin eru saklaus

Punktar

Ekki skil ég, af hverju hagfræðingar segja Íslendinga ekki þola yfir 80% íbúðalán. Aðrar þjóðir virðast þola 100%. Ekki sé ég mælanlega verðbólgu vestanhafs, þótt ungt fólk fái þau lán, sem það þarf. Ég sé ekki heldur annað en, að lánveitendur í Bandaríkjunum telji 100% lán vera í lagi. Hér er það hins vegar talin hagfræðileg vizka, að hærri íbúðalán en 80% séu forsenda séríslenzkrar verðbólgu. Af hverju er þá minni verðbólga í löndum með 100% lán en hér? Þar sem landsfeður sveiflast í taugaveiklun milli 80% og 90% lána? Ég held, að íslenzkir hagfræðingar hafi lítið vit á hagfræði.