Stjórnmálaflokkur Ólafs Ragnars Grímssonar virðist hafa tvö stefnumál. Fyrir utan endurkjör forsetans. Að hindra nýja stjórnarskrá og hindra aðild að Evrópusambandinu. Bæði málin eru í ferli, sem endar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þannig er forsetinn kominn í samkeppni við þjóðina um, hvor taki valdið á lokasprettinum, þjóðin eða forsetinn. Þjóðin er fyllilega sátt við að ráða báðum þessum málum sjálf og þarf ekki aðhald af hálfu forsetans. Honum kann að falla vel að veita ríkisstjórnum eftirlit, en öðru máli gegnir um fólk í þjóðaratkvæðagreiðslu. Pólitískt framboð Ólafs getur orðið honum að falli.