Í Róm eins og Rómverji

Punktar

„Í Róm gerir þú eins og Rómverji“. Alþekkt spakmæli, sem flestir skilja. Þýðir, að á Íslandi hagar þú þér eins og Íslendingur. Hvar sem ég er í heiminum, fer ég eftir siðum þess lands. Það er sjálfsögð kurteisi. Ófært er, að hingað geti komið fólk, sem neitar að fylgja okkar siðum. Frægt er vesenið með erlenda ferðamenn á sundstöðum. Vilji þeir ekki hlíta vel upp settum reglum um hreinlæti, eiga þeir að láta sundstaði vera. Ættu að fá sekt að auki. Vilji múslimar ekki sætta sig við bílstjórn eða fararstjórn kvenna, á bara að skilja þá eftir. Sekta ætti þá að auki fyrir dónaskap við gestgjafalandið. Í mannasiðum gildir ekkert múlti-kúlti.